Skilmálar

Almennt
Pudurkerlingin.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Pöntunum er eytt ef þær eru ekki greiddar innan 5 daga. Tilboðspöntunum er eytt eftir þrjá daga séu þær ógreiddar.

Afhending vöru
Afhending vöru fer fram á sölustað Púðurkerlingarinnar, dagana 28. desember til 6. janúar, eða þá daga sem leyfilegt er að afhenda flugelda samkvæmt lögum.

Skilafrestur í netsölu / fjarsölu

Eftirfarandi skilmálar þessarar málsgreinar gilda aðeins um sölu í netsölu/fjarsölu.

Þér hafið rétt til að falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga.

Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir daginn þegar þér eða þriðji aðili annar en flutningsaðilinn, sem þér hafið tilgreint, hefur í reynd fengið vöruna í sína vörslu.

Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þurfið þér að tilkynna okkur Púðurkerlingunni, Skógarlind 1 Kópavogi, pudurkerlingin@pudurkerlingin.is, ákvörðun yðar um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. bréfi sendu í pósti, símbréfi eða tölvupósti). Nota má meðfylgjandi staðlað uppsagnareyðublað, en það er ekki skylda. Staðlað uppsagnareyðublað

Til að uppsagnarfresturinn teljist virtur nægir að þér sendið tilkynningu yðar um að þér neytið réttar yðar til að falla frá samningi áður en uppsagnarfresturinn rennur út.

Áhrif þess að falla frá samningi:

Ef þér fallið frá þessum samningi munum við endurgreiða yður allar greiðslur sem við höfum fengið frá yður, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að þér hafið valið annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum), án ástæðulausrar tafar og alla jafna eigi síðar en 14 dögum eftir þann dag þegar okkur er tilkynnt um ákvörðun yðar um að falla frá þessum samningi. Við munum endurgreiða yður með því að nota sama greiðslumiðil og þér notuðuð í upphaflegu viðskiptunum, nema þér hafið samþykkt annað sérstaklega; í öllum tilvikum þurfið þér ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu. Við getum haldið eftir endurgreiðslu þar til við höfum fengið vöruna aftur eða þér hafið lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan.

Þér þurfið að endursenda vöruna eða afhenda okkur til Púðurkerlingin ehf., Skógarlind 1, 201 Kópavogur, án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem þér tilkynnið okkur ákvörðun yðar um að falla frá samningnum. Fresturinn skal teljast virtur ef þér endursendið vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins.

Þér þurfið að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar. Áætlaður kostnaður er að hámarki u.þ.b. 20.000 krónur.

Þér eruð aðeins ábyrg(ur) fyrir allri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.

Netverð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í Verslun Púðurkerlingarinnar ekki alltaf í vefverslun.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði vopnalaga nr 16/1998 með síðari breytingum, ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

Skilmálar þessir eru samkvæmt íslenskum lögum. Rísi ágreiningur um skilmála þessa, skal slíkur ágreingingur leystur samkvæmt lögum í Héraðsdómi Reykjavíkur.